Flækingur _Adrift
„...Veggirnir hafa líka lært eitthvað. Kannski var það aldrei nefnt upphátt, en hugmyndin um vegg hefur komið inn í herbergið og þrýst sér inn í efnið á einhvern hátt sem er bæði ómerkjanlegt og varanlegt. Brúnir veggjanna mýkjast aðeins, eins og orðið sjálft „veggur“ hafi breytt rúmfræði þeirra. Bilið á milli veggsins og herbergisins er einhvernveginn meira afmarkað núna.Það er eins og veggirnir, án þess að nokkur þrýsti á þá, séu farnir að hallast aðeins, til að setjast aðeins betur inn í hornin...“.
Irene Hrafnan (f. 1983) Lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2007 og MFA í Video and Related Media frá School of Visual Arts í New York árið 2010. Hún stundar nú Mastersnám í Myndlist við Listaháskóla Íslands. Verk sín vinnur Irene gjarnan út frá rýmislegum vangaveltum arkitektúrs, efnis og forms en þau vísa á sama tíma til mannlegrar tilvistar og sögulegs tengslasamhengis. Verkin kanna gjarnan upplifun á tungumáli og rými, sem og samband manneskjunnar við umhverfi sitt. Verkin vinnur hún í ýmsa miðla, þar á meðal skúlptúra, myndverk, videoverk og texta. Verk hennar hafa verið sýnd á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum.