Allt stefnir nú í verkfall Félags leikskólakennara (FL) mánudaginn 22 ágúst. Komi til þess verður Leikskóli Seltjarnarness lokaður.
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Leikskólakennara hafa ekki komið sér saman um starfsemi leikskóla í boðuðu verkfalli, þegar þetta er ritað. Útlit er fyrir að þessum ágreiningi verði vísað til Félagsdóms, en þegar niðurstaða dómsins liggur fyrir verður hún virt og starfsemi í leikskólans i samræmi við hana.
Komi til verkfalls mun Seltjarnarnesbær ekki innheimta gjöld fyrir þá daga sem leikskólinn verður lokaður af þeim sökum, auk þess sem leikskólagjöld fyrir septembermánuð verða ekki send til innheimtu fyrr en að verkfalli loknu. Þeir dagar sem búið er að innheimta fyrir ágústmánuð verður dregnir frá næsta greiðslumánuði, ef til verkfalls kemur.
Vonandi ná samningsaðilar samkomulagi þannig að ekki komi til lokunar Leikskóla Seltjarnarness, en á þessari stundu er óvíst hvort samnigar takist fyrir mánudag. Foreldrar eru því hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.