Fara í efni

Yfirlýsing frá Seltjarnarnesbæ

Í Nesfréttum, sem dreift var í hús í morgun, kemur fram að skólp frá Seltjarnarnesbæ sé 100% hreinsað og er þar vitnað í upplýsingar frá starfsmanni Umhverfisstofnunar. 

Í Nesfréttum, sem dreift var í hús í morgun, kemur fram að skólp frá Seltjarnarnesbæ sé 100% hreinsað og er þar vitnað í upplýsingar frá starfsmanni Umhverfisstofnunar. 


Starfsmaður stofnunarinnar hafði fengið þær upplýsingar í tengslum við söfnun gagna í drögum að stöðuskýrslu um vatnasvæði Íslands að framkvæmdum við tengingu alls skólps frá bænum ætti að vera lokið fyrir árslok 2012. 

Starfsmanninum bárust hins vegar ekki upplýsingar um að framkvæmdir hefðu frestast vegna skipulagsmála og því eru 81,5% skólps frá Seltjarnarnesbæ hreinsað eins og staðan er í dag. 

Áréttað skal að framkvæmdir við dælustöð í Lambastaðahverfi hefjast strax í haust og verður lokið fyrir áramót 2013. Er þessi misskilningur hér með leiðréttur. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?