Fara í efni

Vinna við fræsingu og malbikun á Lindarbrautinni að hefjast

Lindarbrautin verður fræst þriðjudag og miðvikudag 1. og 2. september nk. og verður gatan malbikuð í framhaldi eftir því sem veður leyfir. Verkinu fylgja tafir og lokanir á bílaumferð. Óheimilt verður að leggja bílum á Lindarbraut og íbúar í aðliggjandi götum gætu lent í vandræðum með aðgengi að sínum götum.

Vakin er athygli á því að nú eru að hefjast gatnagerðaframkvæmdir á Lindarbrautinni en hún verður fræst þriðjudag og miðvikudag 1. og 2. september nk. Eftir fræsingu þarf að gæta sín á hvössum brúnum. Lindarbrautin verður svo malbikuð eins fljótt og auður er en það fer eftir veðri. 


Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd sem mun fela í sér tafir og lokanir á bílaumferð til lengri eða skemmri tíma á mismunandi stöðum á Lindarbrautinni og eru íbúar í nærliggjandi húsum og götum beðnir um að sýna varkárni, tillitsemi og þolinmæði sem og að gera viðeigandi ráðstafanir sé hætta á að bílar lokist tímabundið inni. Óheimilt verður að leggja bílum meðfram gangstétt á Lindarbrautinni á meðan á framkvæmdartímanum stendur.

Nánari upplýsingar verða tilkynntar eftir því sem verkinu vindur fram og þurfa þykir.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?