Fara í efni

Vinjettuhátíð í Gróttu

Sunnudaginn 10. október síðastliðinn var Vinjettuhátíð í Gróttu í tilefni af 10 ára ritafmæli Ármanns Reynissonar. Grótta skartaði sínu fegursta þennan dag og gerðu magir sér erindi þangað.  

Sunnudaginn 10. október síðastliðinn var Vinjettuhátíð í Gróttu í tilefni af 10 ára ritafmæli Ármanns Reynissonar. Grótta skartaði sínu fegursta þennan dag og gerðu margir sér erindi þangað.

Átta lesarar lásu með Ármanni úr bókunum hans, auk þess léku nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness þeir Jóhannes Hilmarsson á trompet við undirleik Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur píanókennara og Hjalti Ragnarsson á gítar.

Boðið var uppá vöfflur sem Ágúst Ragnarsson og Kristján Guðlaugsson bökuðu. Hátíðin tókst í alla staði vel og var skipuleggjendum til sóma. Ásgerður bæjarstjóri, Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Ágúst og Kristján stilltu sér upp með Ármanni með vitann í baksýn.
Geir Ragnarsson tók myndirnar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?