Fara í efni

Vinir okkar í Malaví 

Miðvikudaginn 20. nóvember verður opið hús kl. 20 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Fyrirlesturinn að þessu sinni verður frá Mýrarhúsaskóla, en þar munu Ólína Thoroddsen, Margrét Sigurgeirsdóttir og Árni Árnason kynna samstarf skólans við skóla í Namazizi í Malaví.

Vinir í MalavíMiðvikudaginn 20. nóvember verður opið hús kl. 20 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Fyrirlesturinn að þessu sinni verður frá Mýrarhúsaskóla, en þar munu Ólína Thoroddsen, Margrét Sigurgeirsdóttir og Árni Árnason kynna samstarf skólans við skóla í Namazizi í Malaví. 

Samstarfið komst í fréttir RÚV í haust þegar Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví, heimsótti Mýrarhúsaskóla í byrjun október. Þeir sem vilja rifja upp þá umfjöllun geta farið inn á vefslóðina: http://www.ruv.is/frett/laera-afriska-treskurdarlist 

Árni heimsótti Malaví fyrir nokkrum árum og á fjöldann allan af myndum sem hann ætlar að sýna gestum á meðan þeir hlýða á fyrirlesturinn. Nemendur Mýrarhúsaskóla þekkja þetta samstarf vel og hafa eflaust mikinn áhuga á að mæta á fyrirlesturinn með foreldrum sínum. 

Allir eru velkomnir á opið hús!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?