Fara í efni

Vímuefnaneysla 10. bekkinga á Seltjarnarnesi lægst á höfuðborgarsvæðinu og einnig undir landsmeðaltali

Nýverið voru niðurstöðu úr evrópsku vímuefnarannsókninni ESPAD vegna ársins 2007 gerðar kunnar. Rannsóknin er samvinnuverkefni fræðimanna í rúmlega fjörutíu Evrópulöndum

Nýverið voru niðurstöðu úr evrópsku vímuefnarannsókninni ESPAD vegna ársins 2007 gerðar kunnar. Rannsóknin er samvinnuverkefni fræðimanna í rúmlega fjörutíu Evrópulöndum en meginmarkmið ESPAD rannsóknarinnar er að safna haldbærum samanburðargögnum um breytingar yfir tíma í vímuefnaneyslu evrópskra unglinga.

Rannsóknin hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1995 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi.

Ef rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að unglingar á Seltjarnarnesi neyta að meðaltali umtalsvert minna af ávana- og fíkniefnum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Um 3,6% nemenda í 10. bekk á Seltjarnarnesi reykja á meðan meðaltal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 12%.

Þetta hlutfall hefur lækkað úr 17,1% á Seltjarnarnesi. Ef litið er til ólöglegra vímuefna á borð við hass, e-töflur og amfetamíns sést einnig að unglingar á Seltjarnarnesi eru töluvert undir meðaltali höfuðborgarsvæðisins.

Neysla þessara vímuefna helst þó nokkuð stöðug frá aldamótum í stað þess að lækka eins og árin þar á undan. Ástæða er til að hafa áhyggjur af neyslu áfengis en hún eykst töluvert frá fyrri rannsóknum og er sú sama á Seltjarnarnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Þannig segjast um 22% nemenda í 10. Bekk á Seltjarnarnesi hafa orðið ölvaðir síðustu 30 daga fyrir gerð rannsóknarinnar.

Sjá nánar um niðurstöður rannsóknarinnar Pdf skjal 108 kb.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?