Fara í efni

Viðhald og endurbætur sundlaugarinnar í lokun vegna Covid19

Það voru sundþyrstir gestir sem mættu eldsnemma fyrir utan Sundlaug Seltjarnarness mánudaginn 18. maí þegar hún loks opnaði aftur eftir tveggja mánaða lokun vegna Covid19.

Það voru svo sannarlega sundþyrstir gestir sem mættu eldsnemma fyrir utan Sundlaug Seltjarnarness mánudaginn 18. maí þegar hún loks opnaði aftur eftir tveggja mánaða lokun vegna Covid19.

Starfsfólk sundlaugarinnar sat hins vegar ekki auðum höndum á meðan á lokuninni stóð heldur vann að viðhaldi og endurbótum. Allar vistaverur úti og inni voru margþrifnar og laugarkerin sjálf sýruþvegin til þess að taka brúnu slykjuna sem myndast þar sem heita vatnið er notað án forhitunar. Á meðfylgjandi myndum má sjá mismuninn eftir sýruþvottinn. Því miður uppgötvaðist ekki fyrr en rétt áður en að laugin opnaði aftur að gólfflísar í eimbaði voru meira og minna lausar og ákveðið að endurnýja gólfið alveg.

Haldið var árlegt skyndihjálparnámskeið og sundpróf fyrir starfsmenn sem stóðu sig afar vel.

Nú fer í hönd háannatími sundlaugar og eru starfsmenn fullir eftirvæntingar að taka á móti gestum í sumarblíðunni.

Sundlaug - EndurbæturSundlaug - EndurbæturSundlaug - Endurbætur


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?