Fara í efni

Viðamikil menningarhátíð í undirbúningi

Nú stendur yfir undirbúningur á Menningarhátíð Seltjarnarness, sem fram fer dagana 10. - 13. október. Umfangsmikil dagskrá verður frá morgni til kvölds víða um bæinn, en rík áhersla er lögð á samstarf yngri og eldri bæjarbúa. 

Nú stendur yfir undirbúningur á Menningarhátíð Seltjarnarness, sem fram fer dagana 10. - 13. október. Umfangsmikil dagskrá verður frá morgni til kvölds víða um bæinn, en rík áhersla er lögð á samstarf yngri og eldri bæjarbúa. 


Í Eiðisskeri verður opnuð sýning á verkum Valgarðar Gunnarssonar og á sama tíma verður fjölmörgum verkum af ýmsum toga komið fyrir í Bókasafninu undir yfirskriftinni Milli bóka þar sem helstu listamenn bæjarins leggja til verk og setja þau upp á hefðbundna og óhefðbundna staði innan safnsins. Hluti dagskrárinnar fer fram í nýja safnhúsinu skammt frá Nesstofu þar sem kunnir listamenn koma fram. 

Seltirningum verður boðið í morgunkaffi á Eiðistorgi á laugardagsmorgni þar sem óvæntir gestir skjóta upp kollinum. Sérstök hátíðardagskrá verður helguð rithöfundinum Guðrúnu Helgadóttur þar sem ungir og aldnir geta skemmt sér saman, en meðal viðburða þar er atriði úr Óvitunum. 

Í Bókasafninu verður boðið upp á bókasmiðju fyrir börnin og fullorðna og ungir og aldnir leiða saman hesta sína í gerð útilistaverks og vinna að hönnunarsýningu undir leiðsögn Siggu Heimis. 

Dagskráin verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?