Fara í efni

Verkfall leikskólakennara

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Félags leikskólakennara hafa fyrir milligöngu ríkissáttasemjara reynt að ná samkomulagi um framkvæmd boðaðs verkfalls leikskólakennara þann 22. ágúst næstkomandi. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri.

 

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Félags leikskólakennara hafa fyrir milligöngu ríkissáttasemjara reynt að ná samkomulagi um framkvæmd boðaðs verkfalls leikskólakennara þann 22. ágúst næstkomandi. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri.

 

Þar sem ágreiningur er um framkvæmd verkfallsins mun samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, ef til verkfalls kemur, vísa málinu til úrskurðar félagsdóms.

 

Komi til verkfalls leikskólakennara á mánudaginn 22. ágúst, ætlar Seltjarnarnesbær að fara eftir túlkun Félags leikskólakennara um lokun deilda, þar til niðurstaða félagsdóms liggur fyrir. Þar sem allar stöður deildarstjóra leikskólans eru mannaðar leikskólakennurum mun leikskólinn ekki taka við börnum nk. mánudag, komi til verkfalls.

 

Ef til verkfalls kemur, verður strax skoðað hvort sendar verði inn beiðnir um undanþágur frá verkfallsviðmiðum vegna þeirra leikskólabarna sem falla undir lög um málefni faltaðra.

 

Ríkissáttasemjari hefur ekki enn boðað til nýs sáttafundar, en gert er ráð fyrir því að hann boði aðila til fundar eigi síðar en fyrir hádegi á morgun.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?