Fara í efni

Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag þriðjudaginn 5. maí

Verkfallið hefur áhrif á heimaþjónustu á vegum félagsþjónustunnar sbr. þrif en öll grunnþjónusta sbr. lyfjagjafir mun halda sér. Skólastarf í grunnskólanum verður eðlilegt á morgun miðvikudag. 


Verkfallið hefur áhrif á heimaþjónustu á vegum félagsþjónustunnar sbr. þrif en öll grunnþjónusta sbr. lyfjagjafir mun halda sér vegna undanþágubeiðna. Dragist verkfallið á langinn mun skólastarf grunnskólans bæði í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla raskast. Á morgun miðvikudaginn 6. maí verður skólastarf þó með hefðbundnum hætti og engin röskun. Skólastjóri hefur sent út tilkynningu til foreldra og forráðamanna þess efnis og munu skólastjórnendur senda út nánari upplýsingar á morgun m.a. hvort og þá hvernig verður hægt að halda úti kennslu á meðan að verkfallið stendur yfir.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?