Fara í efni

Verkefni fyrir fjölskyldur og frístundahópa í Nesstofu

Nesstofa við Seltjörn á Seltjarnarnesi er opin í sumar á hverjum degi frá 13-17 og er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldur og frístundahópa sem hyggja á fjöruferð og útivist á Nesinu.

Meginmál


Nesstofa við Seltjörn á Seltjarnarnesi er opin í sumar á hverjum degi frá 13-17 og er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldur og frístundahópa sem hyggja á fjöruferð og útivist á Nesinu.

Í húsinu er ný sýning sem fjallar um Nesstofu sem er eitt elsta steinhús á Íslandi en þar bjuggu landlæknir og lyfsali með fjölskyldur sínar. Á heimasíðu Þjóðminjasafnsins má nálgast verkefni og upplýsingar um lífið í Nesstofu á 18. öld. Verkefnin og upplýsingarnar hjálpa gestum að setja sig í spor barna sem bjuggu í Nesstofu; hvað gerðu krakkarnir á sumrin, hvernig komust rúm fyrir 30 manns fyrir í húsinu og hvað ætli hafi verið selt í apótekinu? Fyrir neðan Nesstofu er Urtagarður með jurtum sem lyfsalinn ræktaði sjálfur og tilvalið að skoða garðinn í leiðinni.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?