Í Bókasafni Seltjarnarness var sett upp sýning á vegum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki - vistvænn lífsstíll. Sýningin stóð frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Í tengslum við sýninguna var gestum boðið að taka þátt í getraun sem snerist um ýmsa þætti er varða umhverfið og náttúruna.
Í Bókasafni Seltjarnarness var sett upp sýning á vegum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki - vistvænn lífsstíll. Sýningin stóð frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Í tengslum við sýninguna var gestum boðið að taka þátt í getraun sem snerist um ýmsa þætti er varða umhverfið og náttúruna.
Fjöldi manns tók þátt í getrauninni en vinningshafar urðu Marta Eir Sigurðardóttir, Látraströnd 34, Unnar Steinn Sunnevuson, Bauganesi 35a og Kristín Sól Ólafsdóttir, Selbraut 80. Bryndís Þórisdóttir starfsmaður Landverndar afhenti vinningshöfum vinningana í bókasafni Seltjarnarness í síðustu viku. Seltjarnarnesbær óskar þeim hjartanlega til hamingju.