Árlegur hjóladagur Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi og lögreglunnar var haldinn laugardaginn 7. maí. s.l. Fjöldi barna komu á skólalóð Mýrarhúsaskóla og skoðaði lögreglan hjólin en slysavarnarkonur skoðuðu hjálmana.
Árlegur hjóladagur Slysavarnardeildarr kvenna á Seltjarnarnesi og lögreglunnar var haldinn laugardaginn 7. maí. s.l. Fjöldi barna komu á skólalóð Mýrarhúsaskóla og skoðaði lögreglan hjólin en slysavarnarkonur skoðuðu hjálmana.
Dregið var úr umferðagetraun sem nemendur Mýrarhúsaskóla höfðu leyst með prýði í vikunni á undan og fengu þau fjölda vinninga sem gefnir voru af góðum stuðningsaðilum Slysavarnardeildarinnar.
Eftir verðlaunaafhendigu var farið í hjólreiðaferð um nágrenni skólans. Að henni lokinni var boðið upp á hressingu.