Á fjórða hundrað manns lögðu leið sína í Gróttu á laugardaginn í tilefni hins árlega fjölskyldudags í Gróttu. Í þetta sinn var umsjón dagsins í höndum kennara í Tónlistarskóla Seltjarnarness og bar dagskráin nokkurn keim af því.
Á fjórða hundrað manns lögðu leið sína í Gróttu á laugardaginn í tilefni hins árlega fjölskyldudags í Gróttu. Í þetta sinn var umsjón dagsins í höndum kennara í Tónlistarskóla Seltjarnarness og bar dagskráin nokkurn keim af því.
Gestir og gangandi gátu þannig auk þess að njóta náttúru og umhverfis Gróttu hlýtt á tónlistarflutning af ýmsu tagi. Í tjaldi fyrir utan vitann spilaði gömludansa hljómsveit þar sem gestir sungu og tóku snúning. Í Fræðasetrinu lék strengjadúett fyrir kaffigesti. Í vitanum spilaði hornaflokkur svo undir tók enda hljómburðurinn frábær. Að lokum lék dixielandband síðan í vitanum við góðar undirtektir.
|
Nokkuð næddi um gesti í Gróttu þennan dag en menn létu það ekkert á sig fá og klæddu sig eftir veðri.