Úrslit Skólahreysti fara fram í Laugardalshöll föstudagskvöldið 16. maí og verða að venju sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og styðja sína skóla
Úrslit Skólahreysti fara fram í Laugardalshöll föstudagskvöldið 16. maí og verða að venju sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og styðja sína skóla.
Keppendur fyrir hönd Valhúsaskóla eru: Arndís Ásbjörnsdóttir, Bjarni Geir H. Halldórsson, Karen Hilma Jónsdóttir og Ragnar Þór Snæland. Til vara eru Katrín Viktoría Hjartardóttir og Markús Ingi Hauksson. Er keppendum Való óskað góðs gengis í keppninni.
Tíu skólar tryggðu sér beinan þátttökurétt í úrslitunum í undankeppnum sem hafa verið sýndar á RÚV síðustu föstudagskvöld. Auk Valhúsaskóla eru skólarnir sem kljást í Höllinni þessir:
- Varmahlíðarskóli í Varmahlíð
- Síðuskóli á Akureyri
- Fellaskóli í Fellabæ
- Hvolsskóli á Hvolsvelli
- Lágafellsskóli í Mosfellsbæ
- Heiðarskóli í Reykjanesbæ
- Grunnskólinn á Þingeyri
- Grundaskóli á Akranesi
- Seljaskóli í Breiðholti
- Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi
- Holtaskóli í Reykjanesbæ
- · Vallaskóli á Selfossi
Holtaskóli úr Reykjanesbæ hefur unnið Skólahreysti síðustu þrjú ár og nú verður spennandi að sjá hver stendur upp sem sigurvegari í Skólahreysti 2014.