Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar varð reksturinn árið 2011 mun betri en árið á undan. Reikningar bæjarins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir afgangi upp á 93 m.kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m.kr.
Forsendur eru fyrir lækkun útsvars frá og með næstu áramótum gangi áætlanir eftir. Stefna Seltjarnarnesbæjar er að halda álögum á íbúa í lágmarki.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins. Áfram verður fylgst með framvindu í afkomuþróun á næstu misserum þannig að unnt verði að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér um að standa vörð um grunnþjónustu við íbúana en halda samt fjárhagslegum styrkleika sem hefur verið eitt megineinkenni Seltjarnarnesbæjar um langan aldur.
Ársreikningur Seltjarnarness fyrir árið 2011 verður ræddur á fundi bæjarstjórnar þann 17. apríl og seinni umræðan fer fram 9. maí.