Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs er hafin

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 27. júní 2020 sé hafin og fari fram sem hér segir (sjá nánar):

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 27. júní 2020 sé hafin og fari fram sem hér segir:


Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind, sjá hér , frá 25. maí til og með 14. júní nk. og er opið alla daga frá kl. 10:00-19:00. Þó verður lokað sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní nk.

Símanúmer vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu er 860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli.

Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00. Þó verður lokað miðvikudaginn 17. júní.

Á kjördag, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Allar nánari upplýsingar eru á vef Sýslumannsembættisins:



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?