Fara í efni

Upprennandi tónlistarmaður

Gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson hélt tónleika í Bókasafni Seltjarnarness mánudaginn 4. febrúar í samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. 
Magnús Orri Dagsson

Gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson hélt tónleika í Bókasafni Seltjarnarness mánudaginn 4. febrúar í samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. 


Magnús Orri undirbýr nú framhaldspróf í klassískum gítarleik sem hann tekur síðar í mánuðinum en kennari hans frá upphafi er Hinrik Bjarnason. Magnús Orri er annar nemandinn til að ljúka framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Auk þess að ljúka framhaldsprófinu mun hann ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor. 

Á efnisskrá Magnúsar Orra voru verk eftir Bach, H.V.Lobos, Sor og Ponce. 
Á meðfylgjandi tóndæmi má sjá og hlýða á brot úr verki eftir Bach. (mp4) 66 mb

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?