Fara í efni

Upplýsingavefur um fuglaflensu opnaður

Bæjar- og borgarstjórar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiða samstarf er auðveldi íbúum svæðisins að nálgast upplýsingar og fræðast um fuglaflensu og rétt viðbrögð í tengslum við hana.

Fluglaflensa.isBæjar- og borgarstjórar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiða samstarf er auðveldi íbúum svæðisins að nálgast upplýsingar og fræðast um fuglaflensu og rétt viðbrögð í tengslum við hana. Í því skyni hefur verið opnaður upplýsingavefur, www.fuglaflensa.is, þar íbúar svæðisins munu geta fylgst með hvað verið er að gera, hvað ber að varast og hvers má vænta.

Fréttaflutningur í tengslum við fuglaflensu er oft á tíðum villandi og er heimasíðan ekki síst hugsuð til þess að íbúar geti nálgast á einum stað réttar, opinberar upplýsingar um flensuna.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?