Fara í efni

Unnið að tillögum að framtíðarfyrirkomulagi á samstarfi sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu

Á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var skipaður framtíðarhópur sem er ætlað að vinna að sameiginlegri stefnumótun sveitafélaganna og móta framtíðarsýn um sameiginleg viðfangsefni og samvinnu sveitarfélaganna.

Á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var skipaður framtíðarhópur sem er ætlað að vinna að sameiginlegri stefnumótun sveitafélaganna og móta framtíðarsýn um sameiginleg viðfangsefni og samvinnu sveitarfélaganna.

Föstudaginn 23. september sl. var kynnt fyrir hópinn og stjórn SSH niðurstöður stjórnsýsluúttektar á byggðarsamlögunum (Strætó bs, Sorpu bs, SHS bs) og niðurstöðum rýnihóps vegna rekstrar og fjárhags byggðasamlaganna og var sú kynning hluti af vinnu framtíðarhópsins.

Markmið framtíðarhópsins er að fá fram frjóa umræðu á þessum fundi um niðurstöður ofangreindrar vinnu, þær ábendingar og tillögur sem í þeim felast og viðhorf til þeirra vegna áframhaldandi vinnu framtíðarhóps SSH við mótun á tillögum sem hópurinn þarf að leggja fyrir sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna síðar á þessu ári.

Fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í þessum hópi var Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Framtíðarhópur SSH


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?