Fara í efni

Ungur nemur gamall temur eða öfugt?

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára fengu vinnu í sumar hjá Vinnuskóla Seltjarnarness. Ungmenni sem voru en 18 ára og eldri og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests fengu 70% starf hjá Seltjarnarnesbæ í ...

Vinnuskóli 2010Öll ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára fengu vinnu í sumar hjá Vinnuskóla Seltjarnarness. Ungmenni sem voru en 18 ára og eldri og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests fengu 70% starf hjá Seltjarnarnesbæ í fjölbreyttum störfum s.s. við skönnun á ljósmyndum, símsvörun, skönnun á gögnum, garðyrkju, hreinsun, leikjanámskeið og smíðavelli svo eitthvað sé nefnt.

Þá var einnig hópur ungmenna sem sá um tölvunámskeið fyrir eldri borgara í tölvuveri Valhúsaskóla. Lögð var áhersla á að nota tölvuna sem afþreyingar- og samskiptatæki auk þess var ritvinnsluforritið Word kynnt fyrir nemendum. Var mikil lukka með námskeiðin sem voru gríðar vel sótt.

Í lok sumars var haldin uppskeruhátið í Nauthólsvík þar sem brugðið var á leik í blíðskaparveðri.

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?