Löngum hefur verið eftirsótt að komast í kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem er undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur en árlega sækja um inngöngu 150 manns en einungis 15-25 eru teknir inn ár hvert.
Í vetur eru í kórnum 12 ungmenni frá Seltjarnarnesi þau Anna Bergljót Gunnarsdóttir, Bergur Þórisson, Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir, Haukur Óskar Þorgeirsson, Hringur Árnason, Ólafur Sverrir Stephensen, Pétur Jónsson, Sylvía Spilliaert, Sunna María Helgadóttir, Sölvi Rögnvaldsson, Sæmundur Rögnvaldsson og Viktoría Mjöll Snorradóttir
Kórinn var stofnaður haustið 1967 og kór brautskráðra nemenda hóf starfsemi sína árið 1982. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið stjórnandi þeirra frá upphafi. Efnisskrá kóranna spannar gamla tónlist og nýja, íslenska sem erlenda og hafa verið nær eitt hundrað íslensk kórverk samin sérstaklega fyrir kórana og stjórnanda þeirra.
Kórarnir hafa komið fram við ýmis tilefni á kóramótum og hátíðum um allan heim og var einn af 23 kórum sem valdir voru og boðnir á heimsþing Alþjóðasamtaka kórtónlistar, fyrstur íslenskra flytjenda. Einnig hafa þeir oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.