Fara í efni

Ungmennaráðið opnar hús og vinnur að gerð heimildarmyndar

Sunnudagskvöldið 11. ágúst tók Ungmennaráð Seltjarnarness á móti stórum hópi kollega sinna frá Svíþjóð en í sameiningu ætla ungmennin að vinna að gerð heimildarmyndar um það hvað ungmennaráð er
Sunnudagskvöldið 11. ágúst tók Ungmennaráð Seltjarnarness á móti stórum hópi kollega sinna frá Svíþjóð en í sameiningu ætla ungmennin að vinna að gerð heimildarmyndar um það hvað ungmennaráð er og hvernig slík samtök geti nýtt sér verkefnið Evrópa unga fólksins. Sænsku ungmennin halda til í Félagasmiðstöðinni Selinu á meðan hann er hér fram á sunnudag en viðamikil dagskrá er framundan. Næstkomandi föstudag hefur hópurinn boðað til málþings á Seltjarnarnesi þangað sem fulltrúum frá ungmennaráðum um allt land hefur verið boðið að koma og miðla sinni reynslu af undirbúningi og starfsemi ungmennaráða. Málþingið verður einnig hluti af heimildarmyndinni. Upptökur eru gerðar undir leiðsögn starfsmanna Selsins, sem hafa sérhæft sig í myndbandsgerð. 

Öflugt starf Ungmennaráðs Seltjarnarness hefur meðal annars stuðlað að einstökum árangri í nánast vímuefnalausum grunnskóla og hafa stjórnendur bæjarins því kappkostað að hlúa að hinu góða starfi ungmennanna. Í því samhengi má nefna að síðar í þessum mánuði verður formlega tekið í notkun Ungmennahús Seltjarnarness,  en undirbúningur á því hefur staðið yfir í nokkra mánuði. 

Verkefnastjóri Ungmennahússins á Seltjarnarnesi er Guðmundur Ari Sigurjónsson. 

Ungmennaráð Seltjarnarness 2013
 Föngulegur hópur forsprakka Ungmennaráðs Seltjarnarness.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?