Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2012 voru veittar mánudaginn 23. júlí síðastliðinn.
Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2012 voru veittar mánudaginn 23. júlí síðastliðinn.
Afhending viðurkenninga fór fram í sal Gróttu við Suðurstrandarvöll. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fjórum flokkum:
Garður ársins er að Tjarnarmýri 23, eigendur Ragnheiður K. Steindórsdóttir og Jón Þórisson
Gata ársins er Barðaströnd
Uppgert hús ársins er Vesturströnd 16, eigendur Kristín Lára Ólafsdóttir og Magnús Eyjólfsson
Tré ársins er Sitkagreni að Skólabraut 16, eignedur Elsa Nielsen og Páll Ásgeir Guðmundsson
Á mynd eru í efri röð, talið frá vinstri: Brynjúlfur Halldórsson og Andri Sigfússon frá umhverfinsnefnd Seltjarnarness, Kári Indriðason og Ína K. Ögmundsdóttir sem tóku við viðurkenningum fyrir tré ársins í fjarveru Elsu Nielsen og Páls Ásgeirs Guðmundssonar, Kristinn Jónsson og Sigríður Garðarsdóttir sem tóku við viðurkenningum fyrir götu ársins, og Elín Helga Guðmundsdóttir frá umhverfisnefnd.
Neðri röð talið frá vinstri: Magnús Eyjólfsson og Kristín Lára Ómarsdóttir sem fengu viðurkenningu fyrir sérstaklega smekklega endurgert hús, Ragnheiður K. Steindórsdóttir og Jón Þórisson, Tjarnarmýri 23, sem fengu viðurkenningu fyrir garð ársins, sérstaklega þjóðlegur og fallegur garður, Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar og Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarness.