Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar árið 2011

Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2011 voru veittar mánudaginn 25. júlí síðastliðinn.

 

Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2011 voru veittar mánudaginn 25. júlí síðastliðinn.

Afhending viðurkenninga fór fram í sal Gróttu við Suðurstrandarvöll.  Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum:

Garður ársins er að Unnarbraut 30, eigendur Sólveig Þórhallsdóttir og Gunnar Jóakimsson.Unnarbraut-3Unnarbraut-2Unnarbraut-1

Gata ársins er Bollagarðar.

Bollagardar-4Bollagardar-3Bollagardar-2Bollagardar-1

Endurbætur á eldra húsi Bollagarðar eigendur Kristinn Einarsson og Gunnhildur Ólöf Pálsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson.

BG---3BG---2BG---1

Sérstaka viðurkenningu fyrir ræktarsemi við bæjarfélag sitt fékk Walter Jónsson Ferrua.

Vardan

Sérstaka viðurkenningu fyrir endurgerð vörðunnar í Suðurnesi fékk Guðmundur Ásgeirsson.

 

Hopurinn

Mynd tekin fyrir utan sal Gróttu. Fólkið á myndinni er neðri röð frá vinstri: Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarness, Auður Sigurðardóttir, Kristinn Einarsson og Gunnhildur Ólöf Pálsdóttir, Ásgeir Einarsson eigendur Bollagarða. Elín Helga Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfisnefndar. Efri röð frá vinstri: Andri Sigfússon, umhverfisnefnd, Matthías Halldórsson, en hann tók við viðurkenningu fyrir hönd íbúa við Bollagarða, Sólveig Þórhallsdóttir og Gunnar Jóakimsson eigendur fegursta garðsins og Walter Jónsson Ferrua. Á myndina vantar Guðmund Ásgeirsson.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?