Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2011 voru veittar mánudaginn 25. júlí síðastliðinn.
Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2011 voru veittar mánudaginn 25. júlí síðastliðinn.
Afhending viðurkenninga fór fram í sal Gróttu við Suðurstrandarvöll. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum:
Garður ársins er að Unnarbraut 30, eigendur Sólveig Þórhallsdóttir og Gunnar Jóakimsson.
Gata ársins er Bollagarðar.
Endurbætur á eldra húsi Bollagarðar eigendur Kristinn Einarsson og Gunnhildur Ólöf Pálsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson.
Sérstaka viðurkenningu fyrir ræktarsemi við bæjarfélag sitt fékk Walter Jónsson Ferrua.
Sérstaka viðurkenningu fyrir endurgerð vörðunnar í Suðurnesi fékk Guðmundur Ásgeirsson.
Mynd tekin fyrir utan sal Gróttu. Fólkið á myndinni er neðri röð frá vinstri: Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarness, Auður Sigurðardóttir, Kristinn Einarsson og Gunnhildur Ólöf Pálsdóttir, Ásgeir Einarsson eigendur Bollagarða. Elín Helga Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfisnefndar. Efri röð frá vinstri: Andri Sigfússon, umhverfisnefnd, Matthías Halldórsson, en hann tók við viðurkenningu fyrir hönd íbúa við Bollagarða, Sólveig Þórhallsdóttir og Gunnar Jóakimsson eigendur fegursta garðsins og Walter Jónsson Ferrua. Á myndina vantar Guðmund Ásgeirsson.