Fara í efni

Umhverfisvænn skóli

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness munu halda upp á ”Dag umhverfisins” miðvikudaginn 25. maí. Í tilefni dagsins verður sérstaklega vakin athygli á ”Grænfánaverkefninu” sem skólinn hefur tekið þátt í undanfarin ár,
Grænfáni

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness munu halda upp á ”Dag umhverfisins” miðvikudaginn 25. maí. Í tilefni dagsins verður sérstaklega vakin athygli á ”Grænfánaverkefninu” sem skólinn hefur tekið þátt í undanfarin ár, en á næstunni verður sótt um að mega draga fánan að húni næstu tvö árin. Helstu markmið skólans í þessu sambandi eru að draga enn frekar úr þyngd almenns sorps eða um 5%, að festa átakið ”Göngum í skólann” í sessi og áframhaldandi innleiðing markvissrar útikennslu. Hvatt er til þess að allir klæðist grænu á þessum góða degi.

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert og að þessu sinni ber daginn upp á 250 ára fæðingarafmæli Sveins Pálssonar náttúrufræðings og landlæknis, en dagurinn er tengdur minningu hans.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?