Fara í efni

Umhverfisdagar 29. apríl - 5. maí 2022

Á umhverfisdögunum gefst Seltirningum kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.

Árlegir umhverfisdagar á Seltjarnarnesi eru haldnir vikuna 29 apríl. - 3. maí þar sem Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.

Gámarnir verða staðsettir á eftirfarandi stöðum:
  • Við Smábátahöfnina
  • Á horni Lindarbrautar og Norðurstrandar
  • Á Eiðistorgi
  • Að Austurströnd 1 (bílaplan)
  • Við Sæbraut 2 (bílaplan) 
Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að nýta sér umhverfisdagana fyrir vorverkin á eigin lóðum en einnig að huga að umhverfinu og tína upp rusl í bæjarlandinu.


Snyrtum gróður við lóðarmörk:
Fjölbreyttur garðagróður fegrar umhverfi Seltjarnarness og veitir íbúum skjól í görðum sínum. Þar sem gróðurinn vex ár hvert er nauðsynlegt að huga vel að því að hann vaxi ekki út fyrir lóðarmörk eða slúti þannig að hætta stafi af. 

Gróður getur slegist í gangandi og hjólandi vegfarendur með tilheyrandi hættu á slysum. Einnig geta greinar skyggt á umferðarmerki, götumerkingar eða jafnvel götulýsingu.

Snyrta þarf gróður og klippa þannig að hvers konar umferð gangi greiðlega. Best er að gera það þegar tré og runnar eru ekki laufguð og greinabygging því vel sýnileg. 

Það er mikilvægt að allir standi saman um að minnka hættur í umhverfi okkar!





Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?