Seltjarnarnesbær kallar eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins vegna gerðar nýrrar umferðaröryggisáætlunar. Bæjarbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í mótun og gerð áætlunarinnar
Seltjarnarnesbær kallar eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins vegna gerðar nýrrar umferðaröryggisáætlunar. Bæjarbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í mótun og gerð áætlunarinnar með því að senda inn ábendingar fyrir 1. desember á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða í móttöku bæjarskrifstofu Seltjarnarness. Í byrjun næsta árs verður haldinn íbúafundur þar sem helstu niðurstöður umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins verða kynntar og íbúar fá tækifæri til að koma með athugasemdir við áætlunina.
Nýlega undirrituðu Seltjarnarnesbær og Samgöngustofa samning þess efnis að umferðaröryggisáætlun verði gerð fyrir sveitarfélagið. Sú vinna er nú hafin og skipaður hefur verið samráðshópur með helstu hagsmunaaðilum sveitarfélagsins og fleiri aðilum tengdum þessu málefni.
Umferðaröryggisáætlun felur í sér gerð stöðumats á umferðaröryggi sveitarfélagsins, slysagreiningu, markmiðasetningu og mótun aðgerðaráætlunar.
Tilgangur umferðaröryggisáætlunar er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Virk þátttaka íbúa er mikilvæg og er talið mjög gagnlegt að foreldrafélög í leik- og grunnskólum, auk annarra félagssamtaka og hagsmunaaðila taki þátt.
Á næstunni munu hagsmunaaðilar hittast og koma með ábendingar er varða umferðaröryggi og vinna úr þeim.
Samráðshópinn skipa:
Stefán E. Stefánsson, bæjarverkfræðingur, Seltjarnarnesbær
Baldur Pálsson, fræðslustjóri, Seltjarnarnesbær
Haukur Geirmundsson, íþróttafullltrúi, Seltjarnarnesbær
Fjóla Höskuldsdóttir, grunnskóli, Seltjarnarnesbær
Svana H. Davíðsdóttir, foreldraráð leikskóla, Seltjarnarnesbær
Baldur E. Grétarsson, Vegagerðin
Þóra M. Magnúsdóttir, Umferðarstofa
Jóhann Karl Þórisson, Lögreglan
Einar Kristjánsson, Strætó Bs.
Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ Ráðgjöf sem er verkefnastjóri þessa verkefnis.