Átak Grunnskóla Seltjarnarness Göngum í skólann hófst 8. september og líkur því 22. september með bíllausa deginum. Mjög góð þátttaka hefur verið frá byrjun. Fjöldi barna kemur gangandi eða hjólandi og vitna yfirfullar hjólagrindur um það. Margir foreldrar fylgja yngstu börnunum, ýmist gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann . Sú bekkjardeild sem nær bestum árangri fær Gullskóinn til varðveislu þar til næst verður keppt um hann í vor.
Evrópska samgönguvikan hófst þann 16. september með því að félagskonur í Slysavarnarfélaginu Vörðunni fylgdust með umferðinni við Mýrarhúsaskóla og gáfu vegfarendum góð ráð til dæmis um það hvernig er best að hleypa börnum út úr bíl eða um hjálmanotkun. Einnig gáfu þær öllum börnum skólans endurskinsmerki og ræddu við nemendur um hjálma og annan öryggisbúnað eins og gert er á hverju hausti.