Fara í efni

Tónlistarskóli Seltjarnarness í úrslit Nótunnar

Sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur, Suðurlandi og Suðurnesjum í tengslum við Nótuna voru haldnir í Salnum Kópavogi sunnudaginn 11.mars. Atriði frá Tónlistarskóla Seltjarnarness var valið til flutnings á lokatónleikum Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 18. mars.

TónlistarskólanemendurSameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur, Suðurlandi og Suðurnesjum í tengslum við Nótuna voru haldnir í Salnum Kópavogi sunnudaginn 11.mars. Atriði frá Tónlistarskóla Seltjarnarness var valið til flutnings á lokatónleikum Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 18. mars. Af 26 atriðum tónleikanna voru sjö valin til flutnings á lokatónliekum. Fulltrúar Tónlistarskóla Seltjarnarness í keppninni eru Arnór Ýmir Guðjónsson, Pétur Jónsson  og Sigurbjörg María Jósepsdóttir. Þau fluttu Jiddísk þjóðlög, “Gyðingaþrennu” í útsetningu Arnórs Ýmis.

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla, er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þátttakendur eru frá öllu landinu og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?