Fara í efni

Tölvur til Fjölsmiðjunnar

Nýlega afhenti Seltjarnarnesbær Fjölsmiðjunni talsvert magn af tölvum og tölvubúnaði sem genginn var úr sér hjá stofnunum bæjarinsr
Nýlega afhenti Seltjarnarnesbær Fjölsmiðjunni talsvert magn af tölvum og tölvubúnaði sem genginn var úr sér hjá stofnunum bæjarins. 

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Í Fjölsmiðjunni eru tölvur og ýmiskonar raftæki tekin í sundur og endurnýtt. Fjölsmiðjan hóf starfsemi árið 2001, en stofnaðilar eru Rauði krossinn, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu. 
Starfsmenn áhaldahúss
Á myndinni sést hvar starfsmenn áhaldahússins hlaða bílinn af tækjabúnaði sem fer til Fjölsmiðjunnar. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?