Í dag, miðvikudaginn 16. október, voru mörkuð tímamót í nefndarstarfi Seltjarnarnesbæjar þegar fulltrúi frá Ungmennaráði Seltjarnarness sat sinn fyrsta nefndarfund á vegum bæjarins
Í dag, miðvikudaginn 16. október, voru mörkuð tímamót í nefndarstarfi Seltjarnarnesbæjar þegar fulltrúi frá Ungmennaráði Seltjarnarness sat sinn fyrsta nefndarfund á vegum bæjarins.
Viðveru fulltrúans má rekja til þess að nýlega samþykkti bærinn að Ungmennaráð Seltjarnarness skyldi eiga fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt. Seltjarnarnesbær er eitt fárra bæjarfélaga á landinu til að efla þátttöku ungmenna og hlýða á þeirra sjónarmið í mikilvægum bæjarmálum með þessum hætti.
Hugmyndin með skipan fulltrúa frá Ungmennaráði Seltjarnarness í nefndir á vegum bæjarins er liður í því að auka lýðræði, stuðla að gagnsæjum vinnubrögðum og hvetja til opinna skoðanaskipta meðal bæjarbúa. Fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness var að þessu sinni Ísak Arnar Kolbeinsson.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Svana Margrét Davíðsdóttir fulltrúi foreldra við Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks við Leikskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Davíð Scheving skólanefndarfulltrúi, Sigrún Edda Jónsdóttir formaður skólanefndar, Ísak Arnar Kolbeins fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir skólanefndarfulltrúi, Hildigunnur Gunnarsdóttir skólanefndarfulltrúi og Sigurþóra Bergsdóttir áheyrnarfulltrúi skólanefndar.