Fara í efni

Tilfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélags

Þann 1. janúar 2011 tóku sveitarfélög við þjónustu við fatlaða.  Seltjarnarnesbær tók við þjónustu og rekstri eftirfarandi þjónustuþátta í samstarfi við Reykjavíkurborg:

Þann 1. janúar 2011 tóku sveitarfélög við þjónustu við fatlaða.  Seltjarnarnesbær tók við þjónustu og rekstri eftirfarandi þjónustuþátta í samstarfi við Reykjavíkurborg:

  • Sambýlið að Sæbraut
  • Frekari liðveisla við fatlaða, margháttuð aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs
  • Ráðgjöf og aðstoð við fatlaða, foreldra fatlaðra barna og ungmenna og aðstandendur til viðbótar við það sem fyrir er hjá félagsþjónustunni
  • Stuðningsfjölskyldur
  • Skammtímavistun og atvinnu með stuðningi

Eitt af markmiðum tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga er að efla þá félagsþjónustu sem fyrir er í sveitarfélaginu.  Á Seltjarnarnesi er starfandi félagsþjónusta og mun hún eflast með auknum verkefnum í þjónustu við fatlaða. Starfsmenn félagsþjónustunnar munu annast þjónustu við fatlaða, foreldra og aðstandendur þeirra. 

Unnið er að gerð samnings við Reykjavíkurborg um sameiginlegt þjónustusvæði Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Starfandi er teymi vegna tilfærslunnar. Í teyminu sitja Erlendur Magnússon, Ragna Marinósdóttir og Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri. Þessi hópur hefur unnið að undirbúningi tilfærslunnar frá því fyrri hluta ársins 2010.

Eitt þjónustusvæði í Vesturbæ og Seltjarnarnesi

Ráðgert er að koma á sameiginlegu þjónustusvæði fyrir Vesturbæ og Seltjarnarnesið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Í þessu felst að félagsþjónustan á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur mynda grunneiningu þjónustusvæðisins.

Einstaklingur sem á lögheimili á Seltjarnarnesi sækir þjónustu til félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar.  

Nánari upplýsingar um málefni fatlaðra hjá Félagsþjónustu Seltjarnarness, sími 5959100 veita:

Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri, snorri@seltjarnarnes.is Sigrún Hv. Magnúsdóttir yfirfélagsráðgjafi, sigrunhv@seltjnarnes.is og Hildigunnur Magnúsdóttir félagsráðgjafi hildigunnur@seltjarnarnes.is

Sjá nánar áhugaverðar vefsíður Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags- og tryggingamálaráðuneytis varðandi tilfærsluna.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?