Fara í efni

Til hamingju með nýjan vef

Í dag 1. desember 2022 eru mikil tímamót þegar í loftið er komin ný, endurbætt og glæsileg heimasíða bæjarins segir bæjarstjóri.
Ný heimasíða seltjarnarnes.is
Ný heimasíða seltjarnarnes.is

Kæru íbúar, starfsfólk og notendur heimasíðu Seltjarnarnesbæjar

Það er sannarlega komið að tímamótum. Í dag 1. desember 2022 á sjálfan fullveldisdag okkar Íslendinga er kominn í loftið ný, endurbætt og glæsileg heimasíða okkur. Unnið hefur verið að þessu verkefni hjá Seltjarnarnesbæ undanfarin misseri en nú síðustu vikur af gríðarlega miklum krafti undir dyggri verkstjórn Sviðstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs. Það er full ástæða til að þakka sviðsstjóra og öllum þeim sem hafa komið með einum eða öðrum þætti að þessu mikilvæga og tímafreka verkefni:

Með nýrri heimasíðu sem nú hefur litið dagsins ljós er að að ræða verulega breytingu með nútímalegri léttri ásýnd, þægilegu, nútímalegu og notendavænu viðmóti sem auðveldar notendum að nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir. Með tilkomu nýrrar heimasíðu opnast möguleikar fyrir íbúa að beina ábendingum í svokallaða ábendingagátt um allt er varðar bæinn okkar og bæjarmálin. Vefurinn er enn á vinnslustigi og mun halda áfram að uppfærast á næstu dögum og vikum og því fögnum við ábendingum um það sem vantar eða betur má fara. Innsetning efnis og þróun á vefnum mun eðlilega halda áfram og stefnum við t.a.m. á að bókhald bæjarins verði opið og aðgengilegt á síðunni. 

Opnun á aðalvefnum er einn áfangi af mörgum en framundan er svo vinna við að endurnýja undirvefi stofnana okkar þ.e. bókasafnsins, leikskólans, grunnskólans og tónlistarskólans og má gera ráð fyrir þeim einhvern tímann á nýju ári. Þangað til verða núverandi vefir í notkun en nýtt útlit og viðmót mun taka mið af aðalvef bæjarins. 

Heimasíða er „andlit okkar“ út á við og óska ég okkur öllum til hamingju með þennan áfanga sem nú er orðinn að veruleika - vel gert!

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?