Fara í efni

Þingmenn heimsækja Seltjarnarnes

Bæjarstjórn Seltjarnarness tók á móti þingmönnum kjördæmisins í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2 síðastliðinn fimmtudag, 24. október.
Bæjarstjórn og þingmenn kjördæmisinsBæjarstjórn Seltjarnarness tók á móti þingmönnum kjördæmisins í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2 síðastliðinn fimmtudag, 24. október. Kjördæmavika var á Alþingi og hana nýttu þingmennirnir m.a. til að hitta sveitarstjórnarmenn í kjördæminu.

Á fundinum urðu góðar umræður um þingstörf það sem af er ári og stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn Ásgerður Halldórsdóttir sagði frá góðri stöðu bæjarfélagsins og ræddi einnig sameiginleg verkefni milli sveitarfélaga og ríkisins. Fundarmenn fjölluðu einnig um málefni fatlaðra og sjúkraflutninga og nokkrar umræður spunnust einnig um fyrirhugað hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi og mikilvægi þess að sátt ríkti um rekstur þess og uppbyggingu. Þingmenn lýstu yfir ánægju sinni með heimsóknina og óskuðu bæjarstjóra og bæjarstjórn velfarnaðar í störfum þeim sem framundan eru.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?