Fara í efni

Te og tónlist í Bókasafni Seltjarnarness

Listavika Bókasafns Seltjarnarness var sett  fimmtudaginn 1. október. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setti vikuna að viðstöddu fjölmenni.

Listavika Bókasafns Seltjarnarness var sett  fimmtudaginn 1. október. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setti vikuna að viðstöddu fjölmenni.

Listavika 2009: Gunnar Kvaran, Messíana Tómasdóttir, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Ragna Ingimundardóttir og Ásgerður HalldórsdóttirMeðal annars var opnuð samsýning á verkum þriggja listakvenna af Seltjarnarnesi – Rögnu Ingimundardóttur sem sýnir leirlist, Messíönu Tómasdóttur og Kristínu Gunnlaugsdóttur sem báðar sýna myndverk. Sýningin er opin út Listavikuna en henni lýkur laugardaginn 10. október.

Á Listavikunni mánudaginn 5. október kl. 17:30 verður  boðið uppá Te og tónlist.

Te og tónlist eru stuttir tónleikar og hugsaðir þannig að fólk geti komið við á bókasafninu, hvílt sig og notið tónlistar á heimleiðinni. Listavika 2009: Yrsa Sigurðardóttir og Sólveig PálsdóttirTe og tónlist er samstarfsverkefni bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Að þessu sinni leika saman á víólu og flygil þær Helga Þórarinsdóttir og Dagný Björgvinsdóttir sem báðar eru kennarar við Tónlistarskólann og jafnframt þekktir og virtir listamenn.  

 Listavika 2009: Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir

Allir eru velkomnir.
Aðgangur ókeypis.


Yrsa Sigurðardóttir og Sólveig Pálsdóttir

 

 

 

 

 

                                                                                                                               Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?