Fara í efni

Sýningin "Ekki snerta jörðina"

Í samvinnu við Lækningaminjasafn og fleiri söfn opnaði um miðjan apríl í Þjóðminjasafni farandsýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna. Að baki sýningunni liggur rannsókn sem söfnin stóðu að og miðaði að því að svara spurningunni "Hvernig leika börn sér í dag?"

Í samvinnu við Lækningaminjasafn og fleiri söfn opnaði um miðjan apríl í Þjóðminjasafni farandsýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna. Að baki sýningunni liggur rannsókn sem söfnin stóðu að og miðaði að því að svara spurningunni "Hvernig leika börn sér í dag?"

Sýningin er farandleikvöllur og samanstendur af 7 völdum leikföngum og leikjum sem öll 10 ára börn á Íslandi þekkja vel. Einnig hefur verið opnuð fróðleg og spennandi heimasíða sem smám saman mun fyllast af leikjum, fróðleik um leiki, ferð sýningarinnar um landið og upplýsingum tengdum rannsókninni.

Í október verður sýningin sett upp hjá Grunnskóla Barnaspítala Hringsins en Lækningaminjasafnið heimsótti skólan í tengslum við rannsóknina. Kennarar Grunnskólans og starfsmenn á Leikstofu Barnaspítalans sáu um að taka viðtöl við nemendur skólans um leiki og leikföng. Sum barnanna héldu dagbók um leiki sína í eina viku og afhentu Lækningaminjasafn til varðveislu. Einnig voru teknar ljósmyndir af börnum í ýmsum leikjum.

Söfnin sem stóðu að rannsókninni voru auk Lækningaminjasafns Íslands, Árbæjarsafn, Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Minjasafnið á Akureyri, Þjóðfræðistofa á Hólmavík og Þjóðminjasafn Íslands. Hönnuður sýningarinnar er Ilmur Stefánsdóttir

Slóð heimasíðunnar er:  www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta-jordina


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?