Fara í efni

Svandísi snýr heim úr skarkala borgarinnar

Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu  kom aftur til síns heima í gær.
BakkatjörnMorgunblaðið fylgist grannt með ferðum Svandísar og birtir jafnan fréttir af flakki hennar um landið. Í dag mátti lesa þess ánægjulega frétt á síðum blaðsins:

Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu  kom aftur til síns heima í gær. Velunnarar Svandísar anda nú léttar en þeir voru farnir að óttast um hag hennar enda hafði hún ekki sést á Bakkatjörn svo vikum og mánuðum skipti. 

Svandís er með eindæmum vanaföst en hún er talin hafa verpt í hólmanum í Bakkatjörn í 18 ár. Það voru greinilega fagnaðarfundir þegar Svandís sneri aftur á tjörnina í gær því þar var hún í faðmi stórfjölskyldunnar, mátti þar sjá stegginn, ungana þrjá sem komust upp síðasta sumar og önnur eldri afkvæmi að talið er.  

Björn Ingvarsson, áhugaljósmyndari sem hefur haft kynni af Svandísi, fékk veður af því að hún hefði sést á Reykjavíkurtjörn fyrir skömmu. En nú hefur Svandís flúið skarkala borgarinnar og snúið aftur í heimahagana. Vonandi er að hún verði frjósöm í vor en hún hefur jafnan komið upp þremur til fjórum ungum á hverju vori í hólmanum í Bakkatjörn.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?