Fara í efni

Sungið af hjartans list

Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness sungu af hjartans list, þegar haldið var upp á dag íslenskrar tónlistar 1. desember.

GrunnskólanemendurNemendur í Grunnskóla Seltjarnarness sungu af hjartans list, þegar haldið var upp á dag íslenskrar tónlistar 1. desember. Útvarpsstöðvar landsins sameinuðust um að spila samtímis þrjú íslensk lög og komu nemendur og starfsfólk í Mýró og Való saman og sungu með.

Lögin Stingum af með Mugison, Stuðmannalagið Manstu ekki eftir mér og Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson voru leikin og ekki fór framhjá neinum að nemendur kunnu textana vel, svo úr varð hin besta skemmtun.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?