Fara í efni

Sumarstarfsmenn setja lit á bæinn

Líkt og undanfarin sumur hefur Seltjarnarnesbær útvegað öllum námsmönnum á Seltjarnarnesi, sem þess óska, frá 8. bekk til 25 ára aldurs starf við þeirra hæfi.
Líkt og undanfarin sumur hefur Seltjarnarnesbær útvegað öllum námsmönnum á Seltjarnarnesi, sem þess óska, frá 8. bekk til 25 ára aldurs starf við þeirra hæfi. Störfin eru fjölbreytt og stuðla mörg hver að fræðslu og samstarfi með eldri borgurum. 

Einnig er um að ræða viðhaldsframkvæmdir við mannvirki á vegum bæjarins, stjórnun og aðstoð við leikjanámskeið og afleysingar á bæjarskrifstofum svo fátt eitt sé nefnt. Sumarfólkið gefur sér þó líka tíma til að slaka á og eiga saman góðar stundir eins og myndirnar sýna.

Hannes Araon, Odd Snorrason og Særúnu Þorbergsdóttir ásamt þátttakendum tölvunámskeiðs á vegum bæjarins
Hér má sjá leiðbeinendurna þau Hannes Araon, Odd Snorrason og Særúnu Þorbergsdóttir sem stóðu fyrir tölvunámskeiði fyrir eldri borgara.

Viðhaldsframkvæmdir við Sólbrekku Viðhaldsframkvæmdir við Sólbrekku
Þessi ungmenni komu að viðhaldsframkvæmdum á Sólbrekku og Mánabrekku undir stjórn.

Lárus Gunnarsson ásamt ungum húsbyggjanda
Lárus Gunnarsson var stjórnandi smíðavallarins en glæsihallirnar risu undir hans umsjón fyrir framan Valhúsaskóla.

Helga Benediktsdóttir, Þorsteinn Rafn H. Snæland, Jóakim Þór Gunnarsson og Linda Björg Arnardóttir Vöfflukaffi í Áhaldahús
Hver kann ekki að meta vöfflur með miklum rjóma? Sumarafleysingarfólkið á skrifstofu bæjarins þau Helga Benediktsdóttir, Þorsteinn Rafn H. Snæland, Jóakim Þór Gunnarsson og Linda Björg Arnardóttir ásamt bæjarstjóra buðu starfsmönnum áhaldahúss upp á vöfflur í júlí við mikla hrifningu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?