Í gær, 12. júlí fóru 40 eldri borgarar á Seltjarnarnesi í sumarferðalag í Þórsmörk. Áð var í Langadal og borðað nesti við skálann.
Í gær, 12. júlí fóru 40 eldri borgarar á Seltjarnarnesi í sumarferðalag í Þórsmörk. Áð var í Langadal og borðað nesti við skálann.
Þórsmörkin skartaði sýnu fegursta, sól og blíða og 23° hiti. Nokkrir ferðalangar fengu sér göngutúr með fararstjóranum inn dalinn og kíktu niður í Húsadalinn. Kvöldverður var síðan að Hellishólum í Fljótshlíð.
Myndir tók Erna Níelsen