Fara í efni

Stóri plokkdagurinn verður sunnudaginn 24. apríl

Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í deginum með því að plokka og fegra nærumhverfið. Poka með því rusli sem safnast má skilja eftir við ruslatunnur á gönguleiðum hér á Seltjarnarnesi.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 24. apríl n.k. og hvetur Umhverfisnefnd Seltirninga til að taka þátt í deginum og fegra nærumhverfið, fjörur, Vestursvæðin og bara alls staðar þar sem þörf krefur hér í bæ.

Heimilt er að skilja eftir poka með því rusli sem safnast í plokkinu við ruslatunnur á gönguleiðunum hér á Seltjarnarnesi og munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar sækja pokana strax eftir helgi. 

Tökum þátt í stóra plokkdeginum 2022




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?