Það var mikið um að vera á Seltjarnarnesi núna um helgina 26. og 27. nóvember meðal annars í kirkjunni, íþróttahúsinu og grunnskólanum.
Það var mikið um að vera á Seltjarnarnesi núna um helgina 26. og 27. nóvember meðal annars í kirkjunni, íþróttahúsinu og grunnskólanum.
Má þar nefna Selkórinn sem bauð uppá tvenna tónleika á laugardeginum undir yfirskriftinni Jónsmessa að vetri.
Á laugardeginum bauð foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness uppá laufabrauðsgerð og í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarness upplestur úr nýjum barnabókum. Til skemmtunar var einnig kórsöngur og tónlist. Þessi viðburður tókst vel.