Fara í efni

Steinunn Árnadóttir, fyrsti garðyrkjustjóri bæjarins, kveður

Steinunn Árnadóttir lét nýlega af störfum sem garðyrkjustjóri Seltjarnarness eftir um 22 ára feril. 
Ásgerður Halldórsdóttir og Steinunn ÁrnadóttirSteinunn Árnadóttir lét nýlega af störfum sem garðyrkjustjóri Seltjarnarness eftir um 22 ára feril. Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar frá því hún hóf þar störf og bærinn blómgast á þeim tíma. Persónulegir hagir hennar ráða því að hún lætur nú af störfum og kveðja samstarfsfélagar hana með eftirsjá. 

Steinunni var haldið kveðjusamsæti í tilefni tímamótanna og var hún þar m.a. heiðruð af kollegum sínum í nágrannabyggðarlögum en náið samstarf hefur verið á milli þeirra. 

Friðrik Baldursson og Steinunn ÁrnadóttirSteinunni var haldið kveðjusamsæti í tilefni tímamótanna og var hún þar m.a. heiðruð af kollegum sínum í nágrannabyggðarlögum, Samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélag, en náið samstarf hefur verið á milli þeirra. 

Steinunni eru þökkuð einstök alúð í starfi og það framlag sem hún hefur lagt af mörkum til bæjarins og óskað velfarnaðar í nýjum viðfangsefnum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?