Fara í efni

Starfsmannafélag Seltjarnarness sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

Formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, Ingunn H.Þorláksdóttir, og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Garðar Hilmarsson, undirrituðu í gær, 13. desember, samkomulag um sameiningu félaganna tveggja frá og með næstu áramótum.

Garðar Hilmarsson og Ingunn H. ÞorláksdsóttirFormaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, Ingunn H.Þorláksdóttir, og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Garðar Hilmarsson, undirrituðu í gær, 13. desember, samkomulag um sameiningu félaganna tveggja frá og með næstu áramótum. Félagar í Starfsmannafélagi Seltjarnarness munu því frá 1. janúar n.k. tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Auka aðalfundur var haldinn í Starfsmannafélagi Seltjarnarness vegna málsins í síðustu viku þar sem kosið var um sameininguna. Alls greiddu 30 atkvæði á fundinum, 22 voru fylgjandi sameiningunni á meðan 8 greiddu atkvæði á móti. Að loknum fulltrúaráðsfundi hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar var sameiningin síðan samþykkt af þeirra hálfu .

Frá og með áramótum munu félagar Starfsmannafélags Seltjarnarness því tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Ingunn H. Þorláksdóttir mun vera fulltrúi fyrrum félagsmanna Starfsmannafélags Seltjarnarness. í mannauðssjóði Samflots og Samflots bæjarstarfsmannafélaga þar til núgildandi kjarasamningur rennur út 2014. Jafnframt mun Ingunn H. Þorláksdóttir hverfa úr stjórn BSRB frá 1. janúar 2013.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?