Stjórnendur og starfsmenn leikskóla Seltjarnarness héldu í náms- og kynnisferð til Madrid, höfuðborgar Spánar, á sumardaginn fyrsta. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að kynnast leikskólastarfi á Spáni og safna hugmyndum sem nýst geta í starfinu hér heima. Seltjarnarnesbær styrkti þátttakendur til fararinnar með líkum hætti og grunnskólakennara bæjarins er fóru í náms- og kynnisferðir á síðasta ári.
Stjórnendur og starfsmenn leikskóla Seltjarnarness héldu í náms- og kynnisferð til Madrid, höfuðborgar Spánar, á sumardaginn fyrsta. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að kynnast leikskólastarfi á Spáni og safna hugmyndum sem nýst geta í starfinu hér heima. Seltjarnarnesbær styrkti þátttakendur til fararinnar með líkum hætti og grunnskólakennara bæjarins er fóru í náms- og kynnisferðir á síðasta ári.
|
Móttökurnar á Spáni voru einstaklega góðar og ferðin í heild eftirminnileg og ánægjuleg. Starfsmenn Mánabrekku höfðu sérstakan áhuga á að skoða skóla sem eru þátttakendur í Grænfánaverkefninu líkt og Mánabrekka. Skoðaðir voru þrír slíkir skólar Madrid og nágrenni. Starfsfólk Sólbrekku heimsótti fjóra skóla þar sem þeim var m.a. kynnt Comeniusarverkefni sem þrír þeirra vinna að. Almennt var mikil ánægja með ferðalagið sem heppnaðist í alla staði vel og var lærdómsríkt.
|