Fara í efni

Starfsfólk í Skjólið Frístund óskast - hlutastörf

Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00-16:30). Umsóknarfrestur er til 7. október nk.

Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri.

Um er að ræða hlutastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00 - 16:30)

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundaheimilinu.

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Færni í samskiptum.

Vakin er athygli á að starfið hentar öllum kynjum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Upplýsingar um starfið veitir Einar Tómas Sveinbjarnarson
einar.t.sveinbjarnarson@seltjarnarnes.is

Umsókn ásamt fylgiskjölum (ferilskrá) skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar.

Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2024.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?