Fara í efni

Starfsdagur barnaverndarstarfsmanna á Seltjarnarnesi

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd hélt árlegan starfsdag í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 22. mars í boði Seltjarnarnesbæjar. Starfsdagurinn hafði yfirskriftina „Hvert stefnir barnaverndin? Hvernig viljum við sjá hana þróast?“

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd hélt árlegan starfsdag í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 22. mars í boði Seltjarnarnesbæjar. Starfsdagurinn hafði yfirskriftina „Hvert stefnir barnaverndin? Hvernig viljum við sjá hana þróast?“ 

Starfsdaginn sóttu rúmlega 90 barnaverndarstarfsmenn af landinu öllu, flestir þeirra eru félagsráðgjafar að mennt. Ákveðið var að hafa nokkurs konar þjóðfundaskipulag á fundinum og var heilmikil hugmyndavinna unnin í hópum sem var síðan tekin saman í lokin. 

Megin þemu í afrakstri hópavinnunnar var á þá leið að það þarf að fjölga stöðugildum í barnavernd á Íslandi, fækka málafjölda á starfsmenn og efla þá með handleiðslu og endurmenntun og fjölga þeim úrræðum sem barnavernd getur gripið til. Þá er mikilvægt að stuðla að auknum skilningi samfélagsins á mikilvægi barnaverndarstarfs. 

Mikil ánægja var með móttökur bæjarins og þakkar fagdeildin stuðninginn. 

Af starfsdegi barnaverndarsarfsmanna


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?