Fara í efni

Sparkvöllur rís við Snægerði

Framkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði. Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Snæbjörn Ásgeirsson, Einar Norðfjörð, Haukur KristjánssonFramkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði.

Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.

Sparkvöllurinn sem þar rís er samstarfsverkefni KSÍ og Seltjarnarnes-bæjar og hluti af átaki í gerð slíkra valla víða um land í samstarfi sveitarfélaga og KSÍ.

Völlurinn er sambærilegur að gerð og annar sparkvöllur sem reistur var við Valhúsaskóla fyrir nokkrum árum og hefur notið mikilla vinsælda. Stærð vallarins er 18 x 33 metrar og ætlaður fyrir börn og unglinga. Hann verður girtur af með viðargirðingu og falla mörkin inn í girðinguna.

Nýi völlurinn verður án efa kærkomin viðbót fyrir hina fjölmörgu áhugamenn um knattspyrnu á Seltjarnarnesi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?